Bergslagens behandlings & rehabcenter AB var stofnað árið 1995. Þar er starfrækt meðferð fyrir áfengis-og vímuefnasjúklinga. Hjá stofnuninni starfa læknir, hjúkrunarfræðingur, sjúkraliði, félagsráðgjafi MA, auk áfengis & vímuefnaráðgjafa.
Meðferðin hefur 49 pláss og er hún þrískipt; það er afeitrun, eftirmeðferð auk áfangaheimilis. Konur búa hér í sérstöku húsi. Íslendingum, sem flestir hafa komið til langtímameðferðar eða frá þremur upp í sex mánuði að meðaltali, stendur nú til boða grúbbu/hópavinna sem fer fram á íslensku auk þess sem íslenskir AA/NA fundir eru á staðnum.
Lögð er áhersla á faglega endurhæfingu og að sjúklingur þjálfist í að lifa áfengis og vímulausu lífi með aðstoð 12 sporasamtakanna AA og NA og nái jafnvægi í athöfnum daglegs lífs. Unnið er bæði í hópavinnu sem og einstaklingsmiðaðri nálgun á meðan meðferð stendur.
Starfmenn hafa sérhæft sig í meðferð á afbrotafíkn og er í boði sérstök vika, það er frá mánudegi til föstudags þar sem unnið er með afbrotahegðun og fíkn. Þessi námskeið hafa hlotið mikilla vinsælda, verið gagnleg viðbót í meðferðina og aukið batalíkur margra sem hér hafa dvalið.
Bergslagens behandlingshem er starfrækt í herragarði frá 1904 auk fjögurra annarra bygginga á sama svæði. Það liggur við vatnið Daglösen og er umvafið skógi og fallegu umhverfi. Lögð er áhersla á hollt matarræðið, reglubundna hreyfingu og er á staðnum líkamsrækt, borðtennis, hugleiðslusalur, gufubað, svitahof, bátar, vollyballvöllur en einnig er farið vikulega í keilu auk gönguferða og hlaupahóps.